EDEN-GARÐURINN í Cornwall, eftir Nicholas Grimshaw

Við þurfum ekki að snúa aftur til frumkofans til þess að finna jafnvægi við náttúruna. Fáguð hátækni stærsta listigarðs heims er kennsluefni í vistfræði og fyrirmynd um notkun endurunninna efna.

Eden-verkefnið varð til út frá þeirri þörf að upplýsa hvernig hægt væri að endurheimta tengsl við náttúruna og lifa með henni. Því til framdráttar gerði arkitekt þess, Bretinn Nicholas Grimshsaw, rannsóknir á mjög léttum burðargrindum til þess að geta grætt landslag úr sárum sínum eftir námugröft. Á meðan framkvæmdum stóð og við byggingu Eden-verkefnisins, þróuðu samstarfsmenn Grimshaw kerfi sem mældi vistvæni þess og segði til um áhrif burðargrindarinnar á gróður, náttúrulegar auðlindir, andrúmsloftið og næstu bæjarfélög. Þessi viðleytni varð til þess að Grimshaw arkitektar gerðist fyrsta stóra arkitektastofan sem uppfyllti alþjóðastaðalinn, ISO 14001, en hann er staðfesting á því markmiði að vernda umhverfið og koma í veg fyrir mengun í samræmi við þjóðfélagslegar og efnahagslegar þarfir.
Nú hefur arkitektastofa Grimshaw þróað, sem hluti af hönnunarferlinu, sitt eigið endurskoðunarskerfi, undir nafninu EVA (Environmentally Viable Architecture), sem metur áhrif hvers verkefnis frá upphafi hönnunarferilsins til lokastigs byggingarinnar.


Eden-Verkefnið
Stofnandi þess, Tim Smit, er hollenskur mannfræðingur, tónsmiður og tónlistarframleiðandi, sem varð þekktur fyrir að endurgera hina einstöku Týndu Heligan garða (‘The Lost Gardens of Heligan’) í Cornwall. Þessir garðar, sem upprunalega voru frá Víktoríutímanum og einkenndust af frumstæðum plöntum og nýjungagjörnum aðferðum við grænmetisræktun, höfðu algjörlega eyðilagst árið 1990 þegar óveður gekk yfir England. Smit tókst að gera garðana aftur sjálfbæra og hafa þeir síðan orðin mest heimsóttu einkagarðar í Bretlandi.
Árið 1996, vildi Smit ná til stærri áheyrendahóps og miðla til hans mikilvægi þess að byggja upp sterkari tengsl milli mannsins og gróðurríkisins. Hann stóð því fyrir stofnun Eden-verkefnisins, umfangsmikils garðs með þúsundum plantna frá ólíkum heimshlutum og loftslagi. Þetta átti ekki eftir að vera venjulegt stórt gróðurhús, né heldur temagarður, aðal markmið hans var að hvetja gestina til að læra að finna jafnvægi við náttúruna.

Í leit sinni að viðeigandi stað,
fann Smit svæði nærri St. Austell á skaganum í suðvestur Englandi sem nýtur hlýju Golfstraumsins. Þetta var stór leirnáma sem hætt hafði verið að nota og samsvaraði 35 fótboltavöllum að stærð og var 60 metra djúp. Smit bað Nicholas Grimshaw um að hanna burðagrind sem væri nægilega há til þess að hýsa tré frá hitabeltissvæðunum og það breið að hún gæti búið plöntunum frá sólríku landslagi Miðjarðarhafs skjól.

Hvolfþök byggð á skammlínum
Vegna þess hve jarðvegurinn var óstöðugur og sárið eftir námugröftinn hvasst, lagði Grimshaw til að burðarvirki garðhúsanna lægi létt á yfirborði landsins. Líkt og sápukúlur sem hver um sig héldu sérstöku lofti, hannaði hann röð átta lífhvolfa í tveimur röðum, hvert og eitt þeirra með fjórum grindum sem tengdust innbyrðis. Til þess að geta smíðað burðarvirkin eins létt og mögulegt væri, vann hann út frá skammlínu-grindinni sem bandaríski hönnuðurinn, uppfinningamaðurinn og umhverfissinninn, Buckminster Fuller hafði fengið einkaleyfi á í lok fimmta áratugarins. Skammlínu-reglan vinnur út frá því að tengja flöt yfirborð saman til að geta myndað bogið form. Þannig væri hægt að ná yfir meira svæði en nokkur önnur umgjörð, án burðarsúlna innanhúss, auk þess sem hún gefur óteljandi möguleika við brúnirnar og eftir því sem burðargrindin stækkar verður hún hlutfallslega léttari og sterkari.
Með þetta að leiðarljósi, hannaði Nicholas Grimshaw tvö gríðarlega stór lífbelti, 15.600 og 7.000 fermetra hvor þeirra, sem gróðurhús regnskóganna og hitabeltissvæðisins. Hvert lífbelti er gert úr grind úr riðfríðum stálrörum sem eru samansett eins og risastórt Mekanó úr 625 sexhyrningum. Burðargrindin í heild er gerð úr þrívíðum einingum í tveimur lögum sem eru samtengdar með hnöttóttum boga, með 4000 samsetningum og meira en 11.000 slám. Nær því stærra holfþakið 200 metrum að lengd, 100 metrum að breidd og 55 metra hæð.


ETFE-filman
Gríðarleg stærð sexhyrninganna, allt að 11 metrar í þvermál, gerði það ókleift að nota eitt gler til þess að þekja þá. Við athuganir sínar á léttum og þolnum efnum fundu arkitektarnir að þynnan etil-tetra-fluoroetileno (ETFE) byggi yfir ákjósanlegum eiginleikum. Þetta iðnaðarframleidda efni, algengt í dælum og efna- og rafmagnsbúnaði, er gagnsætt fyrir útfjólubláa geisla, rýrnar ekki við sólarljós, hefur góða einangrun miðað við gler og er 10 sinnum léttara. Filman, þó að hún eigi á hættu að rifna, er auðveld viðgerðar með límbandi úr sama efni, er hægt að endurvinna, hreinsast að sjálfu sér og ber 400 sinnum þyngd sína, þ.e. hún er nægilega sterk til að halda uppi fullorðnum manni.
ETFE var greinilega ákjósanlegt efni til þess móta nokkurs konar púða sem hægt væri að koma þægilega fyrir inn í sexhyrningana og laga þá að mismunandi rúmmáli lífbeltanna. Filman er í þremur lögum en inni í henni er lágþrýstiloft fengið frá, og viðhaldið, af sólarorkunni. Tuttuguogfimm ára líftími efnisins var líka tekinn til greina í hönnuninni og þannig gengið frá að auðvelt væri að skipta á filmum allt eftir þróun nýrrar tækni.
Til þess að endurheimta náttúruna, sem hafði horfið með námugreftrinum, hafði Grimshaw sýnt fram á ótrúlega getu til þess að nýta sólina sem aðal orkugjafann við að hita upp hvolfþökin og nýta regnvatnið sem rakagjafa. Auk þess notaði hann endurunnið ál, viðartegundir frá ræktuðum skógum, endurunninn pappír til einangrunar og í veggi voru notuð búr úr riðfríðu stálneti fyllt muldu grjóti frá staðnum. Allt eru þetta efni sem eru mikilvæg samviskunni til að koma til móts við takmarkaðar náttúrulegar auðlindir. Stuðlað var líka að beinum tengslum við þjóðfélagið með því að vinna með fyrirtækjum sem framleiða lífræn matvæli, hrein ilmvötn og þeim sem nota endurunnin efni við iðnaðarframleiðslu.
Eden-verkefnið heldur áfram að þróast: nýtt fræðslusetur um auðlindir mun opna vorið 2005, hvolþak fyrir þurrahitabeltisgróður mun vera byggt í nákominni framtíð og nú þegar hefur ný móttökubygging verið hönnuð við innganginn. Einstakt framtak og þekking hefur fætt af sér nýja húsagerð sem stuðlar að jafnvægi við náttúruna, ferðamennsku og efnahag. Eins og oft er haft eftir Buckminster Fuller: “það er engin orkukreppa, aðeins kreppa um fáfræði.”

Myndatexti:
1. Hrifning Nicholas Grimshaw (f. 1939) á “dýrslegum” þökum varð fyrst vart í hönnun hans á alþjóðlegu járnbrautarstöðinni Waterloo í London (1993). Áhuga hans á burðarvirkjum er ekki aðeins hægt að rekja til einstakrar verkfræðihefðar Breta, annar langafi hans var einn þeirra sem stofnaði vatnsveitu- og heilbrigðiskerfi í Dublín og hinn byggði vatnsveitur í Egyptalandi. (Mynd: Udo Hesse)
2. Lífhvolfin átta eru mismunandi að stærð, það stærsta nær 200 metrum að lengd, 100 metra breidd og 55 metra hæð. (Mynd: EdenProject)
3. Nicholas Grimshaw útskýrði að hugmyndin að nota klettavegginn hafði alltaf verið til staðar frá upphafi. Við það, að öðlast grænan vegg og leyfa byggingunni að styðjast við hann, tvöfaldast rýmið. (Mynd: Grimshaw-arkitektar)
4. Þetta er einn af vinsælustu ferðamannastöðum á Englandi og meðal styrktaraðila er Evrópusambandið og Þúsundáraafmælisnefndin sem ráðstafaði tekjum frá Lottóinu í Stóra Bretlandi til verkefnisins. (Mynd: EdenProject)
5. Eden-verkefnið (1996 – 2001) var opnað almenningi árið 2000 og fjölmiðlarnir tilnefndu það strax Áttunda undur veraldar. (Mynd: EdenProject)

********************************************************************************************